Ferðaskrifstofan ehf, skilmálar vegna hópferða

Skilmálar þessir eru viðbót við einstaklings skilmála sem eru aðgengilegir á öllum sölusíðum vörumerkja sem eru í hópi okkar hjá Ferðaskrifstofan ehf.  sjá samstarfsaðila hér
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.

Þessar reglur gilda um ferðir fyrir hópa en hópur er lámark 10 fullorðnir einstaklingar.

Skilmálar varðandi hópa eru mjög strangir varðandi greiðslur og afpantanir en þó mismundandi eftir flugfélögum og ferðaskrifstofum sem þjónustan er pöntuð hjá.

Verð:
Uppgefið verð við staðfestingu er þó háð breytingu á:
1. Gengi erlendra gjaldmiðla
2. Fargjöldum, flugvallarsköttum, þjónustugjöldum og öðrum gjöldum.

Staðfesting á pöntun:
Staðfestingargjald skal ávallt greiða innan tveggja vikna frá bókun, en þó getur það verið mismunandi eftir flugfélögum.
Við staðfestingu á pöntun, greiðist staðfestingargjald sem ákvarðast hverju sinni út frá kröfum þeirra flugfélaga sem pantað er með.

Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.

Lokagreiðsla:
Lokagreiða er síðan 90 – 120 dögum fyrir brottför sem ákvarðast hverju sinni út frá þeim kröfum viðkomandi ferðaskrifstofa eða flugfélög sem pantað er með hefur.

Afpöntun:
Ef afpantað er eftir að lokagreiðsla er innt af hendi er enginn endurgreiðsla.

Nöfn farþega:
Öll hópafargjöld eru bundin við að hópurinn ferðist saman bæði út og heim. Sum flugfélög leifa breytingar gegn gjaldi en oftast miðast það við eingöngu 10% farþega. Ferðaskrifstofan tekur einnig þjónustugjald ISK 3.000,- fyrir breytingar. Nöfn þurfa að vera eins og þau eru skrásett í vegabréfi farþega og ber að skila nafnalista í þessu formati! EFTIRNAFN/FORNAFN MILLINAFN MR/MRS. Dæmi: Jonsson/Jon Oli MR

Skattar og gjöld:
Við vekjum athygli á því að uppgefnir skattar og gjöld eru leiðbeinandi og geta breyst við útgáfu á farseðlum.

Útgáfa á farseðlum:
Farseðlar í hópabókun eru gefnir út á bilinu 15 – 59 dögum fyrir brottför en það er samt mismunandi eftir flugfélögum.

Ferðaskirfstofan ehf. 01-01-2014