Ticket2Iceland
Ticket2Iceland eða T2I.is er ferðaheildsali, þar sem áherslan er að selja öðrum ferðaskrifstofum Ísland. Hér á Íslandi er enginn ferðaheildsali sem eingöngu selur ferðir til annara ferðaheildsala eða beint til ferðaskrifstofa erlendis. Það finnst vísir af því hér en sömu aðilar selja einnig beint til ferðamanna og það veit ég að erlendar ferðaskrifstofur sem selja Ísland eru ekki ánægðar með. Einnig að stórir aðilar hér á markaðnum velja úr samstarfsaðila þannig að Íslenskum ferðaþjónustu aðilum er mismunað hvað varðar markaðsetningu erlendis, en Ticket2Iceland mun bæta úr því.
Við munum leitast við að allir sem hafa eitthvað uppá að bjóða hér á Íslandi fái aðgang að Ticket2Iceland svo þeir geti komið vörum sínum og þjónustu á markað erlendis.