Þú finnur okkur á Internetinu við skipuleggjum einstaklingsferðir, hópferðir, sérferðir og fleira um allan heim, (Til og frá Íslandi) flugmiða, hótel, ferðatryggingar, bílaleigu og fleira.
Við erum með öll fáanleg leyfi og tryggingar til rekstur hér á Íslandi fyrir utan að við erum með í gegnum samstarfsaðila okkar í Danmörku öll aþjóðleg leyfi og tryggingar sem þarf til og eru nauðsynleg.
Allir þeir sem vinna hjá okkur eru ekki með fastan vinnustað heldur fer allt fram á netinu og hver og einn getur unnið hvar sem er, sem þýðir að Team Ferðaskrifstofan er í vinnu 24/7 eða þannig.

Hugmyndir eru einskis nýtar ef maður framkvæmir þær ekki. Að sama skapi geta góðar hugmyndir orðið að litlu ef framkvæmd þeirra er ekki eins og best er á kosið. Fjórir þættir eru gjarnan nefndir sem forsenda þess að hægt sé að stofna fyrirtæki á traustum grunni út frá viðskiptahugmynd.

  1.  Góð þekking á atvinnugreininni.
  2.  Góð þekking á þörfum viðskiptavinanna.
  3.  Aðgangur að þeim auðlindum sem þarf til að reka fyrirtækið.
  4.  Aðgangur að fjármagni til að byrja rekstur fyrirtækis

Við erum nú að leita að hæfum samstarfsaðilum og einstaklingum sem hafa áhuga á að byggja upp framtíðar fyrirtæki, sem er sjálfstætt ekki háð þeim sem fyrir eru á Íslenska markaðnum.